Fimm æfa saman í einu með ýmsum skilyrðum

Matthías Vilhjálmsson á æfingu með Vålerenga við eðlileg skilyrði.
Matthías Vilhjálmsson á æfingu með Vålerenga við eðlileg skilyrði. Ljósmynd/Vålerenga

„Ég held að lífið hérna sé svipað og hjá flestum öðrum um þessar mundir. Varðandi fótboltann þá megum við æfa fimm saman í einu. Þá eru gjarnan fimm leikmenn á einum vallarhelmingi og fimm á öðrum. Þjálfararnir standa fyrir utan völlinn. Tveggja metra reglan er svo í gildi og menn reyna að halda sér í formi á einhvern hátt.“

Þetta sagði Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður hjá Vålerenga í Noregi, þegar Morgunblaðið tók hann tali.

„Reglurnar varðandi fótboltann hafa tekið nokkrum breytingum. Í byrjun mars máttu liðin æfa en það fór minnkandi þegar farið var að loka skólum og leikskólum. Á tímabili voru skipulagðar æfingar alveg bannaðar. Eins og stendur er alla vega þessi fimm manna regla í gangi en henni fylgja ýmis skilyrði. Búningsklefar eru ekki notaðir, við megum ekki skalla boltann né taka hann upp með höndunum út af smithættu.“

Sjá viðtal við Matthías í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert