Knattspyrnutímaritið Fourfourtwo valdi í dag tíu bestu markverði heims. Markverðir á Spáni og Englandi eru áberandi á listanum en þrír af fjórum efstu markvörðunum spila á Spáni.
Hér að neðan má sjá listann og umsögn blaðamanna Fourfourtwo um markverðina tíu.
Spánverjinn hefði verið efstur á listanum ef hann væri enn að spila eins og hann gerði tímabilið 2017/18. Síðan þá hefur hann gert fjölmörg mistök, en á sama tíma getur hann varið bolta sem enginn annar markvörður á möguleika í.
Í dag er ætlast til að markvörður sé góður spilari og fáir eru eins góðir og Ederson. Hann er snöggur að koma boltanum á annaðhvort Fernandinho eða gefa 50 metra sendingar á Raheem Sterling. Hann getur hins vegar bætt sig í markvörslunni sjálfri.
Það er ekki langt síðan Neuer var besti markvörður heims. Hann var svo góður með boltann í löppunum að Guardiola vildi spila honum á miðjunni. Þá spilaði hann virkilega vel með þýska landsliðinu og var valinn þriðji besti leikmaður heims árið 2014. Síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og ekki verið sami leikmaðurinn.
Það fer ekki mikið fyrir honum en síðan hann fór til Inter frá Udinese fyrir átta árum hefur hann verið einn besti markvörðurinn í Evrópu. Hann fær sjaldan það hrós sem hann á skilið en hann er orðinn goðsögn í Mílanó. Hann er gamaldags markvörður sem ver vel.
Kom til Leipzig frá Salzburg fyrir fimm árum og er ein bestu kaup í sögu Leipzig. Hann hefur verið besti markvörðurinn í þýsku deildinni að undanförnu og stærsta ástæða þess að Leipzig fær fá mörk á sig. Skipulagður og góður markvörður.
Þrátt fyrir góða frammistöðu hjá Real Madríd komst var hann aldrei vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins, sem vildu stærra nafn í rammann. Hann fór því ódýrt til PSG þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann hefur átján sinnum haldið hreinu á leiktíðinni í frönsku deildinni og fimm sinnum í Meistaradeildinni.
Eftir erfiða byrjun hjá Real Madríd hefur hann blómstrað á þessari leiktíð síðan hann tók við af Navas. Verðugur langtímaarftaki goðsagnarinnar Iker Casillas. Hann hefur aðeins fengið á sig 16 mök í 24 leikjum á leiktíðinni og virðist enn vera að bæta sig.
Það virðast æ fleiri á því að ter Stegen eigi að vera aðalmarkvörður þýska landsliðsins í stað Neuer. Ter Stegen er nútímamarkvörður sem líður vel þegar hann er með boltann í löppunum og á ekki í erfiðleikum með að vinna samherja. Byrjaði ekki vel hjá Barcelona en hefur bætt sig fljótt og ætti að verða aðalmarkvörður Þýskalands fyrr en varir.
Hann og Virgil van Dijk eru stærstu ástæður þess að Liverpool er á þeim stað sem liðið er á í dag. Liverpool saknaði hans mikið í byrjun tímabils. Vörn liðsins var langt frá eins örugg með Adrian í markinu. Þegar Alisson kom aftur í markið breyttist liðið til hins betra. Hann skipuleggur vörnina gríðarlega vel, er góður á löppunum, ver vel og er með sjálfstraustið í botni.
Sýndi hversu góður hann er þegar Atlético sló Liverpool úr leik í Meistaradeildinni í síðasta mánuði. Varði hvað eftir annað glæsilega. Hann hefur 100 sinnum haldið hreinu í 178 leikjum og hefur verið valinn besti markvörður spænsku deildarinnar síðustu fjögur ár. Oblak er besti markvörður heims í dag og verður það væntanlega næstu árin.