Á síðustu dögum hefur mbl.is birt lista yfir tíu bestu markverði heims og tíu bestu hægri bakverði heims að mati Fourfourtwo-tímaritsins. Nú er kominn tími á vinstri bakverði.
Leikmenn á Spáni eru áberandi að þessu sinni og eru þrír af fimm efstu að spila með spænsku risunum í Real Madríd og Barcelona. Tveir spila á Englandi og er annar þeirra lykilmaður hjá Liverpool sem er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni.
Hér að neðan má sjá listann og umsögn blaðamanna Fourfourtwo um vinstri bakverðina tíu.
Davis er aðeins 19 ára gamall og ekki einu sinni bakvörður að upplagi en hann hefur staðið sig gríðarlega vel í stöðunni hjá Bayern á meðan David Alaba spilar sem miðvörður. Davies er þegar orðinn einn besti bakvörður Evrópu. Hann gefur fallegar fyrirgjafir og tekur virkan þátt í sóknarleiknum. Davies er eldsnöggur og sló í gegn á móti Chelsea í Meistaradeildinni.
Leicester hefur átt magnað tímabil og stór ástæða þess eru bakverðirnir tveir; Ricardo Pereira og Ben Chilwell. Chilwell hefur vakið athygli margra stórliða og er talið að Manchester City vilji kaupa hann. Chilwell er ekki bara góður í sókninni, heldur líka mjög góður varnarmaður. Caglar Soynucu og Jonny Evans eru einnig í vörn Leicester, sem er ein sú besta á Englandi.
Leikmenn eins og Alex Grimaldo, Ricardo Pereira og Joao Cancelo gera það að verkum að Portúgal er eitt best setta landslið heims þegar kemur að bakvörðum. Guerreiro fæddist í Frakklandi og hefur spilað gríðarlega vel með Dortmund á leiktíðinni. Spilaði fyrst um sinn sem miðjumaður hjá Dortmund en hefur fundið sig betur í bakverðinum. Með góðar sendingar, tekur þátt í sókninni og getur hlaupið endalaust. Mjög traustur.
Bernat lék áður með Bayern og Valencia en er nú að slá í gegn í Frakklandi hjá PSG. Byrjaði sem vinstri kantmaður en hefur blómstrað í bakverðinum. Duglegur að hjálpa Neymar og Mbappé í sókninni og er mjög klár leikmaður sem lendir sjaldan í vandræðum.
Hann hefur spilað á miðjunni og miðverðinum en allir vita að Alaba er einn besti vinstri bakvörður í heiminum. Hann veit alltaf hvar hann á að staðsetja sig og verst mjög vel. Einn stöðugasti leikmaður þýsku deildarinnar síðustu árin og hefur verið orðaður við Arsenal, Barcelona og Chelsea.
Marcelo átti stóran þátt í að Real Madríd vann Meistaradeildina þrjú ár í röð. Er duglegur að æða fram völlinn og hjálpa til í sókninni og með magnaða fyrstu snertingu. Hann er orðinn 31 árs og það hefur aðeins hægst á honum, en samt sem áður er hann magnaður. Einn besti vinstri bakvörður sögunnar.
Frá einum vinstri bakverði Real yfir á annan. Mendy hefur spilað gríðarlega vel síðan hann kom til Real frá Lyon síðasta sumar og tekur við keflinu á Marcelo fyrr en varir. Mendy verst mjög vel, er eldsnöggur og duglegur að hjálpa til í sókninni. Hann er 24 ára og verður bara betri. Þegar Eden Hazard jafnar sig á meiðslum verða þeir magnaðir saman á vinstri kantinum.
Maurizio Sarri vill að bakverðirnir hans taki þátt í sóknarleiknum og Alex Sandro smellpassar í það hlutverk. Virkilega góður varnarmaður en á sama tíma nægilega góður í sókninni til að vera kantmaður. Vinnur vel með Cristiano Ronaldo og hefur verið einn besti varnarmaður ítölsku deildarinnar undanfarin ár.
Vinstri bakvarðarstaðan var vesen hjá Jürgen Klopp fyrir ekki svo löngu og var James Milner látinn spila stöðuna. Eftir að félagið samdi við Robertson hafa bakverðirnir verið með mikilvægustu leikmönnum liðsins. Robertson og Trent Alexander-Arnold eru glæsilegir í bakvarðarstöðunum, bæði í vörn og sókn. Robertson er betri varnarmaður og er orðinn fyrirliði skoska landsliðins. Gaf ellefu stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.
Hóf ferilinn hjá Barcelona en var látinn fara þegar hann var ungur. Alba gafst ekki upp og fór til Valencia og á endanum keypti Barcelona hann aftur til félagsins árið 2012 og hann hefur ekki litið aftur síðan. Barcelona er með leikmenn eins og Lionel Messi, Antoine Griezmann og Frenkie De Jong og er Alba ekki skærasta stjarna liðsins, en stöðugleikinn síðustu átta ár hefur verið ótrúlegur. Alba er mjög góður varnarmaður og virkilega góður sóknarmaður sömuleiðis. Hefur verið magnaður hjá Barcelona og spænska landsliðinu.