Portúgalski knattspyrnumaðurinn Nani lék á árum áður með Manchester United og landsliðinu og spilaði þá með samlanda sínum Cristiano Ronaldo.
Kantmaðurinn geðþekki spilar í dag með Orlando City í Bandaríkjunum en hann birti í gær myndskeið á instagramvef deildarinnar þar sem hann valdi sitt besta fimm manna lið en þar voru þrír gamlir samherjar frá United.
Nani valdi David de Gea í markið, Paul Scholes og landa sína Deco, Bruno Alves og Cristiano Ronaldo. Um ofurstjörnuna og þann síðastnefnda sagði Nani í hnyttni: „Ronaldo, með öll þessi brögð og hæfileika, hann lærði þetta allt frá mér þegar við vorum unglingar, og hann veit það!“
Nani var ekki hættur að gera að gamni sínu þegar hann vék sér að De Gea í markinu. „Einn sá besti í heimi en hann verður að vera með gleraugun sín, hann sér ekkert án þeirra.“