Stórlið í Evrópu á eftir Blikanum

Andri Fannar Baldursson
Andri Fannar Baldursson Ljósmynd/Bologna

Nokkur stórlið á Ítalíu og Englandi hafa sýnt hinum 18 ára gamla Andra Fannari Baldurssyni áhuga. Andri Fannar lék sinn fyrsta leik með aðalliði Bologna skömmu áður en hlé var gert á ítölsku A-deildinni í fótbolta vegna kórónuveirunnar, en hann er uppalinn hjá Breiðabliki. 

Félagið vill gera nýjan samning við leikmanninn, en það gæti reynst þrautin þyngri þar sem Andri hefur heillað stórlið með framgangi sínum hjá Bologna að sögn La Gazzetta dello Sport á Ítalíu. Er hann yngsti Íslendingurinn sem hefur leikið í einni af fimm stærstu deildum Evrópu. 

Hefur hann alls leikið 31 mínútu í deild þeirra bestu er hann kom inn á sem varamaður gegn Udinese 22. febrúar. Þá lék hann einn leik með Breiðabliki sumarið 2018, þá aðeins 16 ára gamall. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka