Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason og liðsfélagar hans í þýska knattspyrnufélaginu Augsburg hefja leik að nýju um helgina eftir tæplega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Barátta Þjóðverja við faraldurinn hefur gengið afar vel en leikmenn Augsburg voru byrjaðir að æfa saman í litlum hópum strax um miðjan mars.
Liðið er sem stendur í fjórtánda sæti deildarinnar af átján liðum, 9 stigum frá fallsæti og 5 stigum frá umspilssæti um fall úr deildinni, en Augsburg tekur á móti Wolfsburg í 26. umferð þýsku Bundesligunnar í dag.
„Það eru allir í Þýskalandi mjög spenntir fyrir því að hefja leik,“ segir Alfreð Finnbogason í samtali í Morgunblaðinu í dag. „Ég tel að endurkoma deildarinnar muni ekki bara hafa góð áhrif á knattspyrnuáhugamenn í landinu heldur líka bara á þýsku þjóðina í heild sinni. Ef allt gengur vel hjá okkur, þessar fyrstu vikur, þá er þýska deildin klárlega eitthvað sem aðrar deildir geta horft til og Bundesligan getur auðveldega verið ákveðin fyrirmynd fyrir aðrar deildir.
Sjá samtalið við Alfreð í heild í Morgunblaðinu í dag.