Ragnar á leiðinni til Íslands

Ragnar Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ragn­ar Sig­urðsson, landsliðsmaður Íslands í knatt­spyrnu og leikmaður FC Köbenhavn í dönsku úr­vals­deild­inni, hefur dregið sig úr leikmannahóp liðsins og verður ekki með í kvöld vegna fjölskylduaðstæðna. Hann er í staðinn á leiðinni heim til Íslands en félagið sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Köbenhavn mætir Aalborg í kvöld.

Ragnar á von á barni með unn­ustu sinni, hinni rúss­nesku Al­enu, Hann hefur ekki komið við sögu í þeim þremur leikjum Köbenhavn sem hafa verið spilaðir síðan deildin hófst á ný vegna kórónuveiruhlés. Varnarmaðurinn er 33 ára en samningur hans við félagið rennur út í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert