Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni, hefur dregið sig úr leikmannahóp liðsins og verður ekki með í kvöld vegna fjölskylduaðstæðna. Hann er í staðinn á leiðinni heim til Íslands en félagið sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Köbenhavn mætir Aalborg í kvöld.
Ragnar á von á barni með unnustu sinni, hinni rússnesku Alenu, Hann hefur ekki komið við sögu í þeim þremur leikjum Köbenhavn sem hafa verið spilaðir síðan deildin hófst á ný vegna kórónuveiruhlés. Varnarmaðurinn er 33 ára en samningur hans við félagið rennur út í sumar.
William Bøving erstatter Ragnar Sigurdsson i aftenens trup, da Ragnar rejser hjem til Island på grund af familieforøgelse #fcklive #fckaab pic.twitter.com/sNyqXItJv3
— F.C. København (@FCKobenhavn) June 17, 2020