Þjálfari Englands ánægður með leikinn

Gareth Southgate og Hannes Þór Halldórsson takast í hendur eftir …
Gareth Southgate og Hannes Þór Halldórsson takast í hendur eftir leikinn á Laugardalsvellinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var skrít­inn leik­ur, við stjórnuðum hon­um lengst af og þurft­um að reyna að brjóta niður þétta vörn,“ sagði Ga­reth Sout­g­hate, þjálf­ari enska landsliðsins, eft­ir 1:0-sig­ur á Íslandi á Laug­ar­dals­vell­in­um í Þjóðadeild UEFA í knatt­spyrnu.

Fyr­irliði Eng­lands, Harry Kane, skoraði strax í upp­hafi leiks en markið var dæmt af vegna rang­stöðu. Sout­g­hate seg­ir það auðvitað hafa haft áhrif, sem og rauða spjaldið sem Kyle Wal­ker fékk í seinni hálfleik.

„Fyrstu tutt­ugu mín­út­urn­ar voru mjög góðar en það hafði áhrif á okk­ur þegar mark var dæmt af. Eft­ir því sem leið á leik­inn mátti svo sjá að menn eru ekki al­veg 100%, það er skilj­an­legt held ég og svo erum við tíu í nokk­urn tíma.

Við sýnd­um mik­inn karakt­er eft­ir rauða spjaldið og vild­um reyna að sækja. Af því að Ísland klúðrar víti í lok­in þá líður okk­ur eins og við höf­um sloppið með skrekk­inn en við spiluðum vel!“

Þá seg­ist þjálf­ar­inn vera ánægður með strák­ana sína, enda unnu þeir erfiðan leik. „Það er erfitt að spila með tíu á vell­in­um og ég er ánægður með strák­ana. Ég veit að marg­ir munu gagn­rýna þá fyr­ir þenn­an leik, en þetta var erfiður leik­ur und­ir erfiðum kring­um­stæðum og mik­il­væg­ur var hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert