Ágúst Eðvald Hlynsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við danska knattspyrnufélagið Horsens en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.
Ágúst, sem er tvítugur að árum, hefur leikið með Víkingum úr Reykjavík, undanfarin tvö tímabil, en hann er uppalinn hjá Breiðabliki í Kópavogi.
Hann hefur einnig leikið með unglingaliðum Norwich og Brøndby á sínum ferli en hann gekk til liðs við Norwich frá Breiðabliki árið 2017.
Ágúst á að baki 43 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Víkingum þar sem hann hefur skorað átta mörk og þá á hann að baki 26 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, tvo fyrir U21-árs landsliðið.
Félagaskiptin hafa legið í loftinu að undanförnu en í gær var fullyrt að Ágúst yrði leikmaður Horsens á næstu dögum.
Horsens hefur byrjað tímabilið illa í Danmörku og er með eitt stig í neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar.
Velkommen til Ágúst Hlynsson 👏💛
— AC Horsens (@AC_Horsens) October 5, 2020
Læs mere her 👉 https://t.co/XV0y2zEx2G#Hlynsson #Transferdk #deadlineday pic.twitter.com/bgcX3OTw9P