Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson skoraði tvívegis fyrir Excelsior þegar liðið vann öruggan 4:0 sigur Helmond Sport í 3. umferð hollensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld.
Elías skoraði annað og þriðja mark Excelsior á 44. og 61. mínútu. Liðið er í 9. sæti B-deildarinnar í Hollandi en ætlar sér að komast upp í efstu deild fyrir næsta tímabil. Elías er markahæstur í deildinni með tíu mörk í fyrstu níu leikjunum og er því kominn með tólf mörk á tímabilinu.
Með sigrinum í kvöld er Excelsior komið í 32ja liða úrslit bikarkeppninnar.