Í læknisskoðun hjá AC Milan

Guðný Árnadóttir er stödd á Ítalíu þar sem hún mun …
Guðný Árnadóttir er stödd á Ítalíu þar sem hún mun skrifa undir samning við AC Milan á næstu dögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðný Árnadóttir leikur ekki með Val þegar liðið fær Glasgow City í heimsókn í 2. umferð Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Origo-völlinn á Hlíðarenda á morgun.

Varnarmaðurinn öflugi, sem er tvítug að árum, er stödd á Ítalíu þar sem hún er í læknisskoðun hjá stórliði AC Milan samkvæmt heimildum mbl.is.

Guðný hefur verið sterklega orðuð við AC Milan að undanförnu en mbl.is greindi frá því í lok október að það væru góðar líkur á því að miðvörðurinn myndi spila á Ítalíu á næstu leiktíð.

Kvennalið AC Mil­an er nokkuð nýtt af nál­inni en það var stofnað í júlí 2018 og hef­ur byrjað tíma­bilið mjög vel í ít­ölsku A-deild­inni.

Liðið er með 21 stig í öðru sæti deildarinnar eftir fyrstu átta leiki sína, 3 stigum minna en topplið Juventus, og 2 stigum meira en Sassuolo sem er í þriðja sætinu.

Guðný er upp­al­in hjá FH í Hafnar­f­irði en gekk til liðs við Val fyr­ir tíma­bilið 2019 og varð Íslandsmeistari með liðinu á síðustu leiktíð.

Hún á að baki 83 leiki í efstu deild þar sem hún hef­ur skorað sex mörk og þá á hún að baki átta A-lands­leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert