Albert Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi, æfir þessa dagana með varaliði hollenska félagsins en það var hollenski miðillinn Voetbalzone sem greindi fyrstur frá þessu.
Albert æfði með varaliðinu á fimmtudaginn og þá var henn ekki heldur á æfingu aðalliðsins í dag að því er fram kemur í frétt Voetbalzone.
Samkvæmt hollenska miðlinum er Albert í agabanni en ekki kemur fram í frétt miðilsins hvers eðlis brot Alberts var.
Pascal Jensen er þjálfari AZ Alkmaar í dag eftir að Arne Slot var rekinn fyrr í þessum mánuði en Jensen var aðstoðarþjálfari AZ.
Albert hefur skorað sjö mörk í ellefu byrjunarliðsleikjum með AZ Alkmaar á tímabilinu en það verður að teljast ólíklegt hann verði í leikmannahópi liðsins á morgun þegar það mætir Willem II.