Ari og félagar á góðu skriði

Ari Freyr Skúlason og félagar eru á góðu skriði.
Ari Freyr Skúlason og félagar eru á góðu skriði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Freyr Skúlason og samherjar hans hjá Oostende eru á góðu skriði í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið vann 3:2-sigur á Sporting Charleroi á heimavelli í kvöld. 

Ari lék fyrstu 72 mínúturnar hjá Oostende en landsliðsmaðurinn hefur leikið ellefu leiki á leiktíðinni, þar af níu í byrjunarliði. 

Oostende hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og er liðið í níunda sæti með 28 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert