Búið er að fresta leik Atlético Madríd og Athletic Bilbao sem átti að fara fram í dag í efstu deild vegna mikillar hríðar í spænsku höfuðborginni.
Leikmenn og starfslið Athletic gátu ekki ferðast til Madríd vegna veðurs en loka þurfti flugvellinum í dag vegna þess. Ekki er búið að fresta öðrum leikjum í dag en óvíst er hvort viðureign Osasuna og Real Madríd geti farið fram í kvöld.
Atlético er á toppi spænsku deildarinnar með 38 stig eftir 15 leiki, tveimur stigum á undan nágrönnum sínum í Real sem hafa þar að auki spilað 17 leiki.