Japanski knattspyrnumaðurinn Kazuyoshi Miura mun leika í það minnsta eitt tímabil enn með Yokohama í atvinnudeildinni í heimalandi sínu, enda þótt hann verði 54 ára gamall í næsta mánuði.
„Kazu kóngur,“ eins og hann er kallaður í Japan, hefur leikið með Yokohama í fimmtán ár og er búinn að skrifa undir nýjan samning til eins árs. Hann er þar með að hefja sitt sautjánda tímabil í deildinni en hann lék áður m.a. með Genoa á Ítalíu, Dinamo Zagreb í Króatíu og Santos í Brasilíu á atvinnuferli sem nú spannar heil 36 ár.
Þá er hann næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu japanska landsliðsins en Miura skoraði 55 mörk í 89 landsleikjum á árunum 1990 til 2000. Tuttugu árum eftir að landsliðsferlinum lauk er kappinn því enn atvinnumaður í íþróttinni.