Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson kvaddi FC Kaupmannahöfn og stuðningsmenn danska félagsins á samfélagsmiðlinum Twitter í dag.
Miðvörðurinn, sem er 34 ára gamall, er að ganga til liðs við úkraínska knattspyrnufélagið Lviv í efstu deild Úkraínu en það voru danskir fjölmiðlar sem greindu frá þessu í morgun.
Ragnar gekk til liðs við félagið á nýjan leik í janúar 2020 en hann er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins eftir að hafa spilað með liðinu frá 2011 til ársins 2014.
„Endurkoman gekk ekki eins og ég hefði viljað,“ sagði Ragnar í kveðju til stuðningsmanna félagsins.
„Ég mun ekki spila aftur fyrir FCK á mínum ferli en ég verð alltaf stuðningsmaður FCK,“ bætti Ragnar meðal annars við.
"Jeg bliver aldrig en FCK-spiller igen, men jeg bliver en FCK-fan." Se denne farvelhilsen fra Ragnar Sigurdsson til alle jer fans - tak for alt, Ragge! ⚪️🔵🙏🏼 #fcklive #sldk pic.twitter.com/6oyf0nQHRZ
— F.C. København (@FCKobenhavn) January 18, 2021