Bayer Leverkusen fór í kvöld upp í annað sæti þýsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-heimasigri á Dortmund.
Moussa Diaby kom Leverkusen yfir með eina marki fyrri hálfleiksins en Julian Brandt jafnaði á 67. mínútu. Leverkusen átti hinsvegar lokaorðið þegar Florian Wirtz skoraði á 80. mínútu og þar við sat.
Bayern München er sem fyrr á toppi deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á undan Leverkusen og Leipzig.
Dortmund og Wolfsburg eru í fjórða og fimmta sæti með 29 stig en Wolfsburg vann 2:0-sigur á Mainz í dag. Bartosz Bialek og Wout Wghorst gerðu mörk Wolfsburg.