Óttar úr leik næstu vikurnar

Óttar Magnús Karlsson fagnar marki með Víkingi síðasta sumar.
Óttar Magnús Karlsson fagnar marki með Víkingi síðasta sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Óttar Magnús Karlsson verður frá keppni næstu sex til átta vikurnar eftir að hafa orðið fyrir meiðslum á Ítalíu.

Óttar, sem leikur með B-deildarliðinu Venezia, er með rifu í öðrum kálfanum, samkvæmt frétt Fótbolta.net

Hann kom til félagsins frá Víkingi í Reykjavík í lok september en hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu ennþá. Óttar hefur sex sinnum komið inn á sem varamaður í B-deildinni og skorað eitt mark. Lið Venezia (Feneyjar í íslenskri þýðingu) er í tíunda sæti af tuttugu liðum en Bjarki Steinn Bjarkason, fyrrverandi leikmaður ÍA og Aftureldingar, leikur einnig með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert