Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er með kórónuveiruna en hann greindist í dag.
Þetta staðfesti spænska félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en franski þjálfarinn er kominn í einangrun og verður því ekki á hliðarlínunni á morgun þegar Alavés tekur á móti Real Madrid í spænsku 1. deildinni.
Gengi Real Madrid á tímabilinu til þess hefur verið upp og niður en liðið féll úr leik í spænsku bikarkeppninni í vikunni eftir tap gegn C-deildarliði Alcoyano.
Zidane þykir valtur í sessi þessa stundina en Real Madrid er öðru sæti spænsku 1. deildarinnar með 37 stig, átta stigum minna en topplið Atlético Madrid.