Sigurður Ingi Bergsson knattspyrnumaður frá Keflavík gengur að líkindum til liðs við sænska knattspyrnuliðið Nosaby.
Liðið er frá Kristianstad og leikur í sænsku D-deildinni. Kristianstadsbladet segir í dag að Sigurður sé kominn til Svíþjóðar með unnustu sinni, hinni stórefnilegu Sveindísi Jane Jónsdóttur, sem sé klár í slaginn með Kristianstad í úrvalsdeildinni. Hann sé til reynslu hjá Nosaby þessa dagana.
Sigurður er tvítugur og lék með Keflavík í yngri flokkunum en var á síðasta tímabili í láni hjá Víðismönnum í 2. deildinni.