Mehrdad Mohammadi skaut Al-Arabi áfram í átta liða úrslit katarska krónprinsbikarsins í knattspyrnu þegar liðið fékk Umm-Salal í heimsókn í sextán liða úrslitum keppninnar í dag.
Yasser Aboubaker Essa kom Al-Arabi yfir á 28. mínútu en Anas Mubarak jafnaði metin fyrir Umm-Salal átta mínútum síðar.
Það var svo Mohammadi sem skoraði sigurmark leiksins með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi en Heimir Hallgrímsson er þjálfari liðsins.