Anastasios Karamanos reyndist hetja Lamia þegar liðið fékk Apollon Smyrnis í heimsókn í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Karamanos skoraði sigurmark Lamia strax á 13. mínútu í 1:0-sigri Lamia en þetta var einungis annar sigur liðsins á tímabilinu.
Theódór Elmar Bjarnason gekk til liðs við Lamia fyrr í mánuðinum en hann kom inn á sem varamaður á 71. mínútu í dag.
Lamia fer með sigrinum upp í þrettánda og næst neðsta sæti deildarinnar en liðið er með 10 stig.
Sjö neðstu lið deildarinnar fara í umspil um fall úr deildinni en Theódór Elmar hefur tekið þátt í báðum sigurleikjum Lamia á tímabilinu.