Viðbrögð í Svíþjóð við óvæntustu tíðindum vetrarins í fótboltanum þar í landi – samningi Kolbeins Sigþórssonar við gamla stórveldið Gautaborg – eru afar áhugaverð.
Íþróttafréttamaðurinn Per Bohman hafði nokkrum mínútum eftir að fréttirnar bárust skrifað langan pistil um Kolbein á vefsíðu Aftonbladet.
Eftir að hafa bent á að skortur á sjálfstrausti hefði greinilega háð þessum öfluga íslenska framherja skrifaði Bohman:
„Þess vegna brosti ég breitt yfir þessum algjörlega ótrúlegu fréttum. Ég hélt að við myndum aldrei nokkurn tíma sjá Kolbein Sigþórsson aftur á sænskum fótboltavelli. Það er eitthvað fallegt við það að þessi þrítugi leikmaður fái tækifæri til að sýna sig og sanna á ný.“
Hér á Íslandi var Kolbeinn einn vinsælasti leikmaður landsliðsins í aðdragandanum að EM 2016 og nánast í guðatölu eftir sigurmarkið gegn Englandi í þeirri keppni.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.