Lommel hafði í kvöld betur gegn Deinze í B-deild Belgíu í fótbolta. Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel og átti sinn þátt í sigrinum.
Kolbeinn, sem kom til Lommel frá Breiðabliki árið 2019, lagði upp annað mark Lommel er Manfred Ugalde kom liðinu í 2:1, en Ugalde skoraði þrennu í leiknum.
Kolbeinn og félagar eru í þriðja sæti deildarinnar, ellefu stigum frá Royal Union Saint-Gilloise sem er í toppsætinu. Aron Sigurðarson leikur með Royal Union.