Æsispenna á toppnum á Ítalíu

Franck Kessie með boltann í dag.
Franck Kessie með boltann í dag. AFP

Þrjú efstu lið ítölsku A-deildarinnar í fótbolta fögnuðu öll sigri í dag og er áfram mikil spenna á toppnum. 

AC Milan er áfram með tveggja stiga forskot eftir 2:1-útisigur á Bologna. Anté Rebic og Frank Kessié skoruðu mörk Milan hvor í sínum hálfleiknum áður en Andrea Poli minnkaði muninn fyrir Bologna undir lokin. Andri Fannar Baldursson var allan tímann á bekknum hjá Bologna. 

Romelu Lukaku skoraði tvö.
Romelu Lukaku skoraði tvö. AFP

Inter Mílanó fylgir grönnum sínum eftir eins og skugginn en liðið vann öruggan 4:0-sigur á Benevento á heimavelli. Riccardo Improta skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik og Lautaro Martínez kom Inter í 2:0 á 57. mínútu áður en Romelu Lukaku skoraði tvö mörk á síðasta rúma hálftímanum. 

Þú unnu ríkjandi meistarar Juventus 2:0-útisigur á Sampdoria. Federico Chiesa kom Juventus á bragðið á 20. mínútu og Aaron Ramsey gulltryggði 2:0-sigur með marki í uppbótartíma. 

Cristiano Ronaldo sækir að Omar Colley í dag.
Cristiano Ronaldo sækir að Omar Colley í dag. AFP

Staða efstu liða: 

  1. AC Milan 36
  2. Inter Mílanó 44
  3. Juventus 39
  4. Roma 27
  5. Atalanta 36
  6. Napólí 34
  7. Lazio 34
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert