Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er á heimleið eftir að hann og danska félagið Horsens komust að samkomulagi um riftun á samningi leikmannsins.
Horsens greinir frá því á heimasíðu sinni í dag að Kjartan hafi óskað eftir riftun á samningi til að snúa heim til Íslands, en samningurinn átti að renna út í sumar.
Kjartan kom til Horsens fyrir leiktíðina frá Vejle, en hann lék með Horsens áður en hann fór til Vejle.
Framherjinn hefur aðeins leikið með KR hér á landi, alls 98 leiki í efstu deild, og skorað í þeim 38 mörk. Þá hefur hann skorað þrjú mörk í 13 A-landsleikjum.