Guðlaugur að komast aftur á skrið

Guðlaugur Victor Pálsson er hægt og rólega að komast á …
Guðlaugur Victor Pálsson er hægt og rólega að komast á fullt aftur með Darmstadt í Þýskalandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenski landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er að komast aftur á skrið með þýska knattspyrnufélaginu Darmstadt en hann kom við sögu annan leikinn í röð hjá liðinu eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru.

Guðlaugur kom inn á sem varamaður á 66. mínútu í svekkjandi 1:1-jafntefli gegn Regensburg á útivelli. Gestirnir komust í forystu snemma leiks en heimamenn tryggðu stig með marki á sjöundu mínútu uppbótartímans í síðari hálfleik.

Sem fyrr segir var þetta annar leikur Guðlaugs eftir fjarveruna og spilaði hann töluvert í dag en hann kom inn á á 89. mínútu í 2:1-sigri gegn Sandhausen í vikunni. Guðlaug­ur missti móður sína seint á síðasta ári og hef­ur verið í leyfi frá fé­lag­inu en hann sneri aft­ur til æf­inga hjá Darmsta­dt í síðustu viku.

Liðinu hefur gengið illa undanfarið og situr Darmstadt í 12. sæti með 22 stig eftir 19 leiki, sex stigum frá umspilssæti um fall úr deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert