Marseille átti að mæta Rennes í frönsku 1. deildinni í fótbolta á heimavelli í gærkvöldi en leiknum var frestað þar sem reiðir stuðningsmenn félagsins réðust að æfingasvæði liðsins og ógnuðu leikmönnum.
Myndbönd af vettvangi sýna stuðningsmenn kveikja í trjám við æfingasvæðið og kasta blysum yfir veggi þess. L'Equipe greinir frá að leikmaðurinn Alvaro Gonzalez hafi fengið aðskotahlut í bakið er hann reyndi að róa stuðningsmennina niður.
Stuðningsmenn eru orðnir þreyttir á slöku gengi liðsins en það hefur tapað fjórum leikjum í röð í öllum keppnum. Marseille er í sjötta sæti deildarinnar með 32 stig eftir 20 leiki.