Heimsmeistari til Herthu í Berlín

Sami Khedira.
Sami Khedira. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Sami Khedira hefur yfirgefið Ítalíumeistara Juventus eftir fimm og hálfs árs dvöl og er kominn til Herthu Berlín í heimalandi sínu.

Khedira kom til Juventus árið 2015, ári eftir að hann varð heimsmeistari með þýska landsliðinu, og lék 124 leiki fyrir félagið þar sem hann varð ítalskur meistari öll fimm árin, en missti mikið úr vegna meiðsla.

Hann hafði fengið samningi sínum rift og Hertha fær leikmanninn því án greiðslu. Khedira er 33 ára gamall og á 77 landsleiki að baki fyrir Þýskaland en hann er uppalinn hjá Stuttgart og lék þar til 2010 en með Real Madrid í fimm ár eftir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert