Samdi við Esbjerg (myndskeið)

Kjartan Henry Finnbogason samdi við Esbjerg í Danmörku.
Kjartan Henry Finnbogason samdi við Esbjerg í Danmörku. Ljósmynd/Esbjerg

Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við danska B-deildarfélagiðEsbjerg.

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Kjartan var án félags eftir að hafa rift samningi sínum við danska úrvalsdeildarfélagið Horsens á dögunum.

Kjartan skrifaði undir samning til 30. júní við Esbjerg en Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari liðsins og Andri Rúnar Bjarnason er samningsbundinn liðinu.

Framherjinn, sem er 34 ára gamall, var sterklega orðaður við heimkomu til Íslands eftir að hann rifti samningi sínum í Danmörku en nú er ljóst að hann verður áfram í Danmörku fram á sumar hið minnsta.

Esbjerg er í öðru sæti dönsku B-deildarinnar og í harðri baráttu um að komast upp um deild.

Svona er Kjartan kynntur til leiks á samfélagsmiðlum Esbjerg í dag:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert