Einn komst áfram en tveir úr leik

Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír Íslendingar voru á ferðinni í bikarleikjum í knattspyrnu á meginlandi Evrópu í kvöld. Tveir þeirra féllu úr keppni en einn komst áfram. 

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson lék með Darmstadt þegar liðið heimsótti Holstein Kiel í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu voru liðin jöfn 1:1 en Holstein Kiel komst áfram eftir að liðið hafði betur í vítaspyrnukeppni. Þar kom ekki til kasta Guðlaugs Victors sem fór af velli á 82. mínútu. 

Aron Sigurðarson.
Aron Sigurðarson.

Íslendingar áttu tvo fulltrúa þegar leikið var í 32-liða úrslitum í bikarkeppninni í Belgíu í kvöld. Royal Union St.Gilloise, sem er efst í B-deildinni, sló út A-deildarliðið Mouscron með 2:1 sigri en Aron Sigurðarson leikur með Royal Union St.Gilloise. Hann var í byrjunarliðinu og lék fyrstu 57 mínúturnar. 

Ekki gekk eins vel hjá Kolbeini Þórðarsyni hjá B-deildarliði Lommel því liðið tapaði fyrir A-deildarliði Kortrijk á heimavelli 1:3 og er því úr leik. Kolbeinn lék allan leikinn sem bakvörður hjá Lommel. 

Kolbeinn Þórðarson.
Kolbeinn Þórðarson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert