Emil Hallfreðsson var á meðal markaskorara Padova í kvöld þegar lið hans vann stórsigur á útivelli, 6:0, gegn Mantova í ítölsku C-deildinni í knattspyrnu.
Emil lék allan leikinn og skoraði fjórða mark liðsins en þetta var hans annað mark í sextán leikjum á tímabilinu.
Padova er í öðru sæti í sínum riðli með 41 stig úr 21 leik, þremur stigum á eftir toppliði Sudtirol en á leik til góða. Sigurlið riðilsins fer beint upp í B-deildina en næstu níu lið fara öll í flókið umspil í vor.