Engar viðræður átt sér stað

Lionel Messi er reglulega orðaður við brottför frá Barcelona.
Lionel Messi er reglulega orðaður við brottför frá Barcelona. AFP

Mikil óvissa ríkir um framtíð Lionels Messis, eins besta knattspyrnumanns heims og fyrirliða Barcelona, en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu.

Messi getur yfirgefið Barcelona næsta sumar en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa félagið í lok hvers tímabils.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester City en Pep Guardiola, fyrrverandi knattspyrnustjóri hans hjá Barcelona, stýrir Manchester City í dag.

Þá hefur hann einnig verið orðaður við stórlið PSG í Frakklandi en Goal.com greinir frá því að hvorki City né PSG hafi sett sig í samband við umboðsmenn leikmannsins.

Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum en Messi er launahæsti leikmaður félagsins og það myndi því spara stórveldinu háar fjárhæðir að losna við Messi af launaskrá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka