Lazio ræður hjón til starfa

Caroline Morace er þrautreynd.
Caroline Morace er þrautreynd. Ljósmynd/AC Milan

Kvennalið Lazio hefur ráðið nýjan knattspyrnustjóra og mun hin ítalska Carolina Morace taka við liðinu. 

Morace mun ekki þurfa að leita langt til að ráðfæra sig við aðstoðarþjálfann því eiginkona hennar Nicola Jane Williams mun sinna því starfi. 

Lazio er í baráttunni um að komast úr næstefstu deild og upp í þá efstu. Morace lék með Lazio á leikmannaferlinum og stýrði áður Lazio fyrir rúmum tveimur áratugum. Morace var landsliðþjálfari í mörg ár. Stýrði fyrst ítalska landsliðinu 2000-2005, næst því kanadíska 2009-2011 og loks Trínidad og Tóbagó og 2016-2017.  

Morace og Williams hafa áður unnið saman og gerðu það hjá AC Milan 2018-2019. 

Morace stýrði um tíma karlaliði Viterbese í c-deildinni á Ítalíu og varð þá fyrsta konan til að stýra karlaliði í knattspyrnu í ítölsku deildakeppninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka