Bayern með tíu stiga forskot

Leikmenn Bayern fagna sigurmarkinu í snjókomu í Berlín.
Leikmenn Bayern fagna sigurmarkinu í snjókomu í Berlín. AFP

Bayern München náði í kvöld tíu stiga forskoti í toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta með 1:0-sigri á Hertha Berlín í snjókomu í Berlín. 

Robert Lewandowski fékk gott tækifæri til að skora fyrsta markið á 11. mínútu en Rune Jarstein varði vítaspyrnu frá pólska framherjanum. Tíu mínútum síðar skoraði Kingsley Coman hins vegar sigurmark Bæjara. 

Bayern er í toppsætinu með 48 stig, tíu stigum á undan Leipzig sem á leik til góða. Wolfsburg er í þriðja sæti með 35 stig. Dortmund hefur valdið vonbrigðum á leiktíðinni og er í sjötta sæti með 32 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert