Hvar fer leikur Leipzig og Liverpool fram?

Ekki er útlit fyrir að Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool fái …
Ekki er útlit fyrir að Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool fái að ferðast til heimalandsins. AFP

Ekki er útlit fyrir að Liverpool verði hleypt inn í Þýskaland í febrúar þegar liðið á að mæta RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu.

Þýskaland er nú lokað fyrir gestum frá mörgum ríkjum vegna kórónuvierunnar og þar á meðal Bretlandi.

Knattspyrnusamband Evrópu segist vera í sambandi við bæði félög vegna málsins.

Eins og íslensku liðin þekkja eftir þátttöku í Evrópukeppnum síðasta sumar þá þarf að færa leiki hjá UEFA til annarra landa ef sóttvarnarreglur í landi heimaliðsins bjóða ekki upp á möguleikann á að spila.

Takist heimaliðinu, Leipzig í þessu tilfelli, ekki að spila á heimavelli, og ekki reynist unnt að spila á hlutlausum velli, telst það hafa tapað viðkomandi leik 0:3. UEFA hefur fullt ákvörðunarvald og gæti látið báða leikina fara fram á hlutlausum velli, eða að aðeins yrði spilaður einn leikur við slíkar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert