Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir skoraði eitt marka Rosengård gegn Växjö í æfingaleik í knattspyrnu í dag. Urðu lokatölur 3:0.
Eru liðin að gera sig klár fyrir komandi tímabil í Svíþjóð sem hefst í mars með sænska bikarnum. Þá er Rosengård einnig í Meistaradeild Evrópu en 16-liða úrslitin verða leikin í byrjun mars.
Rosengård hafnaði í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og Växjö í sjötta sæti. Glódís hefur leikið með Rosengård frá árinu 2017.