Landsliðsmarkvörður í árs bann

Andre Onana.
Andre Onana. AFP

Knattspyrnumaðurinn Andre Onana, markvörður Kamerúns og Ajax, hefur verið úrskurðaður í árs keppnisbann vegna lyfjamisferlis.

Onana féll á lyfjaprófi í október þegar furosemide fannst í þvaginu en málsvörn hans gengur út á að hann hafi í misgripum tekið lyf sem eiginkona hans fékk gegn lyfseðli.

„Þetta er skelfilegt fyrir hann sjálfan og Ajax. Andre er toppmarkvörður og hefur sannað sig hjá Ajax enda er hann vinsæll á meðal stuðningsmanna. Við vonuðumst eftir því að bannið yrði styttra þar sem ekki var ásetningur um að taka eitthvað inn sem myndi bæta frammistöðu hans sem íþróttamaður. Við erum að sjálfsögðu alfarið á móti því að leikmenn taki efni sem eru á bannlista,“ sagði Edwin van der Sar meðal annars sem sjálfur er fyrrverandi markvörður Ajax og starfar nú sem framkvæmdastjóri hjá félaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert