Knattspyrnumaðurinn Aron Bjarnason hefur gert samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius. Samningurinn gildir til ársins 2025.
Aron kemur til Sirius frá Újpest í Ungverjalandi en hann lék með Val á síðustu leiktíð að láni frá Újpest. Aron lék 18 leiki með Val á síðustu leiktíð og skoraði sjö mörk. Hefur Aron einnig leikið með Fram, Þrótti Reykjavík, ÍBV og Breiðablik hér á landi.
Sirius hafnaði í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 38 stig í 30 leikjum. Tímabilið í Svíþjóð hefst með sænska bikarnum eftir tvær vikur.