Hyggst áfrýja banninu

André Onana.
André Onana. AFP

André Onana, markvörður Ajax og kamerúnska landsliðsins í knattspyrnu, ætlar að áfrýja árs banni, sem UEFA úrskurðaði hann í, til íþróttadómstólsins (CAS) í Lausanne í Sviss.

Í gær var tilkynnt um að Onana hafi verið úr­sk­urðaður í árs keppn­is­bann af UEFA vegna lyfjam­is­ferl­is.Hann féll á lyfja­prófi í októ­ber síðastliðnum þegar furo­sem­ide fannst í þvag­i hans

Málsvörn Onana geng­ur út á að hann hafi í mis­grip­um tekið lyf sem eig­in­kona hans fékk gegn lyf­seðli.

Í yfirlýsingu á Twitter-aðgangi sínum sagði Onana meðal annars:

„Ég vil taka það fram að um mannleg mistök var að ræða. Ég tók í misgripum lyf sem ég hélt að væri aspirín en er bannað af WADA. Lyfið var uppáskrifað fyrir kærustu mína og ég hélt að það væri aspirín þar sem umbúðir lyfsins voru nánast nákvæmlega eins og umbúðir fyrir aspirín. Þessu sé ég mikið eftir.

Ég verð að segja að ég virði ákvörðun UEFA en er ekki sammála henni. Ég tel hana allt of þunga og ekki í samræmi við gjörðina, enda hefur UEFA gengist við því að um óviljandi mistök hafi verið að ræða. 

Ég mun áfrýja ákvörðuninni til íþróttadómstólsins með það fyrir augum að sanna sakleysi mitt og hreinsa nafn mitt. Ég vonast eftir því að komast fljótt aftur á knattspyrnuvöllinn og gera það sem ég elska og hjálpa liðsfélögum mínum. Ég vil þakka Ajax og landsliði Kamerún fyrir stuðning og traust í minn garð.“

Forsvarsmenn Ajax hafa sömuleiðis sagst ætla að áfrýja banni Onana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert