Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo var enn og aftur á skotskónum er Juventus hafði betur gegn Roma á heimavelli í toppbaráttuslag í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.
Ronaldo kom Juventus yfir á 13. mínútu eftir undirbúning hjá Álvaro Morata. Roger Ibanez gulltryggði 2:0-sigur Juventus með sjálfsmarki á 69. mínútu.
Juventus er í þriðja sæti með 42 stig, fimm stigum á eftir toppliði Inter Milanó og með leik til góða. Roma er í fjórða sæti með 40 stig.