Lyon hafði betur gegn Montpellier, 2:1, í frönsku 1. deildinni í fótbolta í dag. Lyon er einu stigi frá toppliði PSG með 13 sigra í 14 leikjum og aðeins eitt tap, gegn PSG.
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn á miðjunni hjá Lyon, en hún hefur leikið stórt hlutverk með Evrópumeisturunum eftir að hún kom til félagsins frá Wolfsburg á síðasta ári.
Amadine Henry og Sakina Karchaoui skoruðu mörk Lyon í fyrri hálfleik. Leikurinn var sá síðasti hjá liðinu fyrir þriggja vikna frí í deildinni.