Íslendingaliði dæmdur ósigur

Kolbeinn Þórðarson í leik með U21 árs landsliðinu.
Kolbeinn Þórðarson í leik með U21 árs landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Belgíska liðinu Lommel hefur verið dæmdur 0:5-ósigur gegn Seraing þar sem liðið gat ekki mætt til leiks vegna kórónuveirusmita í herbúðum félagsins, en liðin áttu að mætast í gærkvöldi. 

Kolbeinn Þórðarson er leikmaður Lommel og hefur verið frá árinu 2019 þegar hann kom til félagsins frá Breiðabliki. 

Stigin töpuðu gætu reynst dýrkeypt fyrir Lommel sem eru í baráttu um annað sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í umspili um sæti í efstu deild. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert