Lewandowski skaut Bayern í úrslitaleikinn

Robert Lewandowski horfir á eftir boltanum í markið eftir að …
Robert Lewandowski horfir á eftir boltanum í markið eftir að hafa komið Bayern yfir snemma leiks gegn Al Ahly í kvöld. AFP

Evrópumeistarar Bayern München leika  til úrslita um heimsbikar félagsliða í fótbolta eftir sigur á Afríkumeisturum Al Ahly frá Egyptalandi í Doha í Katar í kvöld, 2:0.

Markamaskínan Robert Lewandowski skoraði bæði mörk Bayern, það fyrra á 17. mínútu og það síðara á 86. mínútu.

Í úrslitaleiknum á fimmtudag leikur Bayern við Norður- og Mið-Ameríkumeistara Tigres frá Mexíkó en þeir lögðu brasilísku Suður-Ameríkumeistarana í Palmeiras að velli í gær, 1:0.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert