Puskas Arena, þjóðarleikvangur Ungverja í Búdapest, verður heimavöllur tveggja þýskra liða í Meistaradeildinni í fótbolta því nú hefur Borussia Mönchengladbach neyðst til að flytja heimaleik sinn í 16-liða úrslitunum þangað.
Mönchengladbach á að leika við enska félagið Manchester City en vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi mega Englendingar ekki koma til Þýskalands.
Þar með þarf þýska liðið að spila heimaleikinn erlendis og Puskas Arena hefur orðið fyrir valinu en liðin mætast þar 24. febrúar í fyrri leik sínum.
Sama er að segja um RB Leipzig sem mætir Liverpool og hefur flutt sinn heimaleik til Búdapest af sömu ástæðu.