Landsliðskona glímdi við eftirköst af veirunni

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Le Havre fyrir áramót.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með Le Havre fyrir áramót. Ljósmynd/Le Havre

Landsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur verið fjarverandi í síðustu tveimur leikjum franska knattspyrnufélagsins Le Havre.

Framherjinn greindist með kórónuveiruna í desember og hefur verið að glíma við eftirköst af veirunni síðustu vikur.

Hún var ekki í leikmannahópi Le Havre gegn Bordeaux 30. janúar og þá var hún ekki með liðinu í 1:0-tapi gegn Guingamp hinn 6. febrúar.

Hún hefur hins vegar snúið aftur til æfinga og vonast til þess að vera klár í slaginn þegar Le Havre mætir Bordeaux í lok mánaðarins.

Le Havre er í basli í Frakklandi en liðið er með 5 stig í tólfta og neðsta sæti frönsku 1. deildarinnar með 5 stig, 5 stigum frá öruggu sæti.

Ásamt Berglindi leika þær Anna Björg Kristjánsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir báðar með Le Havre.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert