Real Madrid nýtti sér stigamissi granna sinna í Atlético Madrid í gærkvöld og saxaði á forskot þeirra á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.
Real Madrid tók á móti Getafe og sigraði 2:0. Karim Benzema og Ferland Mendy skoruðu mörkin með stuttu millibili um miðjan síðari hálfleik.
Atlético, sem gerði jafntefli við Celta Vigo í gær, er með 51 stig á toppnum en Real Madrid er nú með 46 stig. Atlético á hins vegar tvo leiki til góða á nágrannana. Barcelona er síðan með 43 stig í þriðja sætinu og á leik til góða á Real.