Bæjarar heimsmeistarar

Bayern München er heimsmeistari félagsliða.
Bayern München er heimsmeistari félagsliða. AFP

Evrópumeistarar Bayern München bættu við heimsmeistarabikar í safnið í kvöld með 1:0-sigri á Tigres í úrslitaleik heimsbikar félagsliða í Katar. 

Joshua Kimmich skoraði á 19. mínútu með föstu skoti utan teigs en markið taldi ekki þar sem Robert Lewandowski var í rangstöðu og þótti hafa áhrif á leikinn. Staðan í hálfleik var því markalaus. 

Hún var það allt fram á 59. mínútu þegar Benjamin Pavard skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Lewandowski og þar við sat. 

Bayern er fjórða félagið sem vinnur heimsmeistarakeppni félagsliða oftar en einu sinni en liðið vann einnig árið 2013. Corinthians frá Brasilíu hefur tvívegis unnið, Barcelona þrisvar og Real Madrid fjórum sinnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert