Framherjinn Edinson Cavani hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af knattspyrnusambandi Suður-Ameríku fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í landsleik Úrúgvæ og Brasilíu í undankeppni HM í fótbolta.
Cavani fékk beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Richarlison, leikmanni Everton. Nú hefur framherjinn verið úrskurðaður í tveggja leikja bann í undankeppninni og leikur hann því ekki gegn Argentínu og Bólivíu í næsta mánuði.
Cavani hefur leikið vel með Manchester United á leiktíðinni og skorað sex mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur aðeins byrjað sjö þeirra.