Síðari leikur Liverpool gegn RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu, sem á að fara fram á Anfield í Liverpool þann 10. mars næstkomandi, gæti verið færður á hlutlausan völl.
Nú þegar er búið að færa fyrri leikinn frá Leipzig í Þýskalandi til Puskas-vallarins í Búdapest í Ungverjalandi vegna ferðabanns og strangra reglna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn í Þýskalandi.
Af sömu ástæðum er nú útlit fyrir að síðari leikurinn, heimaleikur Liverpool, þurfi líka að vera færður á hlutlausan völl.
Leikmenn og starfsmenn RB Leipzig, þar sem stjórnvöld í Þýskalandi hafa tjáð forsvarsmönnum liðsins að þeir myndu þurfa að fara í sóttkví við heimkomuna til Þýskalands. Það væri vegna nýrra afbrigða kórónuveirunnar sem hafa verið að greinast í Bretlandi.